Færsluflokkur: Löggæsla

Stjórnarandstaðan sökuð um VALDARÁN af ráðherra

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Íslands hefur sakað leiðtoga stjórnarandstöðunnar á Alþingi um valdarán. Sakarefnið er að stjórnarandstöðuleiðtogarnir skyldu skrifa bréf til forystu Evrópusambandsins. Gunnar Bragi sagði þetta í viðtali við Stöð 2 í kvöld:

Ef að þetta er ekki valdarán, að minnihluti þingsins skuli senda Evrópusambandinu bréf og, við skulum orða það,  rangtúlka eða gera lítið úr þeim heimildum hreinlega sem lýðræðislega kjörinn meirihluti hefur, það er að mínu viti mjög undarlegt ...

Ríkisstjórn Íslands undirbýr nú lagafrumvarp sem takmarkar rétt stjórnmálamanna til að skrifa bréf til að koma í veg fyrir svona glæpi og verður tekið harkalega á lögbrotum sem þessum í framtíðinni. Þeir sem undirrituðu bréf stjórnarandstöðunnar til Evrópusambandsins megi búast við ákæru. Ráðherrann mun að sjálfsögðu fylgja eftir afdráttarlausum ásökunum sínum um jafn grafalvarlegt brot.

gbs

Utanríkisráðherra Íslands, Gunnar Bragi Sveinsson, hefur ásakað stjórnarandstöðuleiðtoga um valdarán.


mbl.is „Ferlinu er lokið af okkar hálfu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband