Bréfið var til að lýsa afstöðu stjórnvalda

Viðskiptaráð Íslands telur að þrátt fyrir tilkynningu utanríkisráðherra í umtöluðu bréfi til Evrópusambandsins sé staða aðildarumsóknar Íslands sú sama og verið hefur.

Ríkisstjórnarbloggið telur ástæðu til að taka fram að þetta er nákvæmlega það sem ríkistjórnin hefur sagt, bæði utanríkisráðherra og forsætisráðherra. Bréfið markaði ekki formleg slit á viðræðum. Það eru engar viðræður í gangi og hafa ekki verið í gangi síðan á síðasta kjörtímabili. Bréfið var til að lýsa afstöðu ríkisstjórnarinnar og sú afstaða er að sé umsókninni líkt við skip, þá sé það skip sokkið. Bréfið var ekki formleg tilkynning um að það ætti að sökkva skipinu, sé umsókninni áfram líkt við skip, enda ekki hægt að sökkva skipi sem þegar er sokkið.

Þannig er það alveg ljóst að staða umsóknarinnar er lögformlega óbreytt. En eftir bréfið liggur fyrir að Evrópusambandið er nú algjörlega ljós afstaða ríkisstjórnar Íslands.

Evrópusambandinu var raunar fullkunnugt um þessa afstöðu, sem lýsti sér t.d. í því að sambandið tilkynnti í desember 2013 að hætta við frekari IPA-styrki til Íslands. Sambandið tók þá ákvörðun í ljósi þeirrar ákörðunar Íslands að gera hlé á viðræðum og eftir að utanríkisráðherra hafði farið í júní 2013 á fund stækkunastjóra ESB Stefan Fühle sérstaklega til að tilkynna honum að viðræðum yrði ekki haldið áfram fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Þannig var Evrópusambandinu þegar um mitt ár 2013 ljós afstaða íslenskra stjórnvalda, og sambandið hefur litið svo á að aðildarumsókn Íslands væri óvirk. Segja má að staða Íslands sé "óvirkt" umsóknarríki.

Bréfið umtalaða ítrekar afstöðu stjórnvalda. Þessi ríkisstjórn ætlar ekki að hefja aftur aðildarviðræður við Evrópusambandið og ætlar sér ekki að gera Ísland aftur "virkt" umsóknarríki.


mbl.is VÍ: Staða aðildarumsóknar óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband