Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Ísland er enn umsóknarríki

Á heimasíðu Evrópusambandsins nú 17. mars má sjá að Ísland telst enn umsóknarríki ("candidate state").

Þetta kemur sér vel fyrir Ísland. Evrópusambandið veit sem er að hlé er á viðræðum og að núverandi ríkisstjórn Íslands vill ekki halda þeim áfram. Það fylgja því hins vegar engar kvaðir að vera áfram listað sem "candidate state", en þetta auðveldar Íslandi að taka upp þráðinn að nýju, ef og þegar áhugi verður fyrir hendi.

CaptureEU


mbl.is Dauðadæmt án pólitísks vilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bréfið var til að lýsa afstöðu stjórnvalda

Viðskiptaráð Íslands telur að þrátt fyrir tilkynningu utanríkisráðherra í umtöluðu bréfi til Evrópusambandsins sé staða aðildarumsóknar Íslands sú sama og verið hefur.

Ríkisstjórnarbloggið telur ástæðu til að taka fram að þetta er nákvæmlega það sem ríkistjórnin hefur sagt, bæði utanríkisráðherra og forsætisráðherra. Bréfið markaði ekki formleg slit á viðræðum. Það eru engar viðræður í gangi og hafa ekki verið í gangi síðan á síðasta kjörtímabili. Bréfið var til að lýsa afstöðu ríkisstjórnarinnar og sú afstaða er að sé umsókninni líkt við skip, þá sé það skip sokkið. Bréfið var ekki formleg tilkynning um að það ætti að sökkva skipinu, sé umsókninni áfram líkt við skip, enda ekki hægt að sökkva skipi sem þegar er sokkið.

Þannig er það alveg ljóst að staða umsóknarinnar er lögformlega óbreytt. En eftir bréfið liggur fyrir að Evrópusambandið er nú algjörlega ljós afstaða ríkisstjórnar Íslands.

Evrópusambandinu var raunar fullkunnugt um þessa afstöðu, sem lýsti sér t.d. í því að sambandið tilkynnti í desember 2013 að hætta við frekari IPA-styrki til Íslands. Sambandið tók þá ákvörðun í ljósi þeirrar ákörðunar Íslands að gera hlé á viðræðum og eftir að utanríkisráðherra hafði farið í júní 2013 á fund stækkunastjóra ESB Stefan Fühle sérstaklega til að tilkynna honum að viðræðum yrði ekki haldið áfram fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Þannig var Evrópusambandinu þegar um mitt ár 2013 ljós afstaða íslenskra stjórnvalda, og sambandið hefur litið svo á að aðildarumsókn Íslands væri óvirk. Segja má að staða Íslands sé "óvirkt" umsóknarríki.

Bréfið umtalaða ítrekar afstöðu stjórnvalda. Þessi ríkisstjórn ætlar ekki að hefja aftur aðildarviðræður við Evrópusambandið og ætlar sér ekki að gera Ísland aftur "virkt" umsóknarríki.


mbl.is VÍ: Staða aðildarumsóknar óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki útvistað til Grænuborgar

Ríkistjórnarbloggið vill koma því á framfæri að utanríkismálum Íslands hefur ekki verið útvistað til leikskólans á Grænuborg.

Utanríkisráðherra fer með utanríkismál í ríkisstjórn Íslands. Hann er að vinna í því að koma saman heildstæðri utanríkisstefnu en í stuttu máli má segja að stefnan sé sú að Ísland eigi ekki að fara inn í Evrópusambandið. Í öðru lagi að þá skulum við vera í góðu sambandi við aðrar þjóðir, svo er Ísland með sendiráð víða en kannski óþarflega mörg, og fastafulltrúa á þingi Sameinuðu þjóðanna. Svo er ríkisstjórnin í góðu sambandi við Forseta Íslands sem er mikill reynslubolti og algjör snillingur í alþjóðamálum og bjargaði Íslandi algjörlega í Icesave-málinu.

utr

Utanríkisráðuneytið


mbl.is Utanríkismálum útvistað til leikskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarandstaðan sökuð um VALDARÁN af ráðherra

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Íslands hefur sakað leiðtoga stjórnarandstöðunnar á Alþingi um valdarán. Sakarefnið er að stjórnarandstöðuleiðtogarnir skyldu skrifa bréf til forystu Evrópusambandsins. Gunnar Bragi sagði þetta í viðtali við Stöð 2 í kvöld:

Ef að þetta er ekki valdarán, að minnihluti þingsins skuli senda Evrópusambandinu bréf og, við skulum orða það,  rangtúlka eða gera lítið úr þeim heimildum hreinlega sem lýðræðislega kjörinn meirihluti hefur, það er að mínu viti mjög undarlegt ...

Ríkisstjórn Íslands undirbýr nú lagafrumvarp sem takmarkar rétt stjórnmálamanna til að skrifa bréf til að koma í veg fyrir svona glæpi og verður tekið harkalega á lögbrotum sem þessum í framtíðinni. Þeir sem undirrituðu bréf stjórnarandstöðunnar til Evrópusambandsins megi búast við ákæru. Ráðherrann mun að sjálfsögðu fylgja eftir afdráttarlausum ásökunum sínum um jafn grafalvarlegt brot.

gbs

Utanríkisráðherra Íslands, Gunnar Bragi Sveinsson, hefur ásakað stjórnarandstöðuleiðtoga um valdarán.


mbl.is „Ferlinu er lokið af okkar hálfu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband