14.3.2015 | 23:22
Stjórnarandstaðan sökuð um VALDARÁN af ráðherra
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Íslands hefur sakað leiðtoga stjórnarandstöðunnar á Alþingi um valdarán. Sakarefnið er að stjórnarandstöðuleiðtogarnir skyldu skrifa bréf til forystu Evrópusambandsins. Gunnar Bragi sagði þetta í viðtali við Stöð 2 í kvöld:
Ef að þetta er ekki valdarán, að minnihluti þingsins skuli senda Evrópusambandinu bréf og, við skulum orða það, rangtúlka eða gera lítið úr þeim heimildum hreinlega sem lýðræðislega kjörinn meirihluti hefur, það er að mínu viti mjög undarlegt ...
Ríkisstjórn Íslands undirbýr nú lagafrumvarp sem takmarkar rétt stjórnmálamanna til að skrifa bréf til að koma í veg fyrir svona glæpi og verður tekið harkalega á lögbrotum sem þessum í framtíðinni. Þeir sem undirrituðu bréf stjórnarandstöðunnar til Evrópusambandsins megi búast við ákæru. Ráðherrann mun að sjálfsögðu fylgja eftir afdráttarlausum ásökunum sínum um jafn grafalvarlegt brot.
Utanríkisráðherra Íslands, Gunnar Bragi Sveinsson, hefur ásakað stjórnarandstöðuleiðtoga um valdarán.
Ferlinu er lokið af okkar hálfu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:35 | Facebook
Athugasemdir
Vá hvað ég er eitthvað óupplýstur. Það fór algerlega framhjá mér þegar hinn lýðræðislega kjörni meirihluti settist í ríkisstjórn, það er hellingur af ráðherrum. Fá þeir allir bíl?
Eða er ég að misskilja? Missti ég af því þegar Gunnar Bragi var prívat og persónulega gerður að hinum lýðræðislega kjörna meirihluta? Var það í Bændablaðinu?
Davíð12 (IP-tala skráð) 15.3.2015 kl. 02:14
Gunnar Bragi farinn að brýna raustina,ákveðinn og skýrmæltur.Það er góðs viti og bætir stöðu þeirra sem styðja það sem ríkisstjórnin er að gera.
Helga Kristjánsdóttir, 15.3.2015 kl. 07:00
Það er öllum orðið ljóst að Gunnar Bragi skilur ekki hvað felst í hugtakinu "lýðræði". Hann hefur ásamt hinum fasistunum í ríkisstjórninni hrifsað völdin af alþingi þvert gegn tilgangi lýðræðisins og þar með gerst þátttakandi í einræði, fasisma. Þessi glæpsamlega framganga ríkisstjórnarinnar kallar á það að forseti Íslands rjúfi þing hið snarasta og boði til kosninga í lýðræðisríkinu Íslandi.
corvus corax, 15.3.2015 kl. 09:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.