15.3.2015 | 13:10
Ekki útvistað til Grænuborgar
Ríkistjórnarbloggið vill koma því á framfæri að utanríkismálum Íslands hefur ekki verið útvistað til leikskólans á Grænuborg.
Utanríkisráðherra fer með utanríkismál í ríkisstjórn Íslands. Hann er að vinna í því að koma saman heildstæðri utanríkisstefnu en í stuttu máli má segja að stefnan sé sú að Ísland eigi ekki að fara inn í Evrópusambandið. Í öðru lagi að þá skulum við vera í góðu sambandi við aðrar þjóðir, svo er Ísland með sendiráð víða en kannski óþarflega mörg, og fastafulltrúa á þingi Sameinuðu þjóðanna. Svo er ríkisstjórnin í góðu sambandi við Forseta Íslands sem er mikill reynslubolti og algjör snillingur í alþjóðamálum og bjargaði Íslandi algjörlega í Icesave-málinu.
Utanríkisráðuneytið
Utanríkismálum útvistað til leikskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:47 | Facebook
Athugasemdir
Þessi ummæli Þorsteins eru alvarleg móðgun við frábært starfsfólk og áhugasama nemendur á leikskólanum Grænuborg.
Ég skora á hann að stíga fram og biðjast afsökunar á þessu.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.3.2015 kl. 13:15
Eða hrós. Ekki amarlegt fyrir leikskóla að fá utanríkismálin í sínar hendur.
jonas (IP-tala skráð) 15.3.2015 kl. 14:30
Já þú meinar að þetta sé traustsyfirlýsing?
Athyglisverð túlkun.
Guðmundur Ásgeirsson, 15.3.2015 kl. 16:15
Sæll.
Tek undir athugasemd nr. 1 hér að ofan.
Hvað er annars svona eftirsóknarvert við inngöngu í ESB? Lítið hefur farið fyrir efnislegri útlistan á kostum þess að ganga í ESB. Hvers vegna?
Efnahagur ESB ríkjanna stækkaði um 1% árið 2013 á meðan efnahagur USA stækkaði um 2,2% á sama tíma.
Atvinnuleysi innan ESB var 11,4% í desember 2013 en var 5,6% á sama tíma í USA.
Hvað með atvinnuþátttöku? Árið 2013 var hún 57,5% innan ESB á meðan hún var 62,7% í USA (og er langt síðan hún hefur verið svona lág í USA).
Bera þessar tölur þess vitni að skynsamlega sé staðið að efnahagsmálum innan ESB?
Stuðningsmenn ESB hafa einhverra hluta vegna komist upp með að styðja mál sitt ekki rökum. Það er ekki nóg að elítan, sem vill inn í ESB vilji komast í vellaunuð jobb í Evrópu, græði á inngöngu í ESB heldur verður þjóðin að græða eitthvað á inngöngu og ljóst er að svo mun ekki verða.
Halda menn að þetta mikla skrifræðisbákn sem ESB er sé almennilega í stakk búið til að stuðla að atvinnuskapandi starfsemi innan ESB? Svarið við þeirri spurningu er greinilega nei sé litið til atvinnuleysisins innan ESB.
Opinberi geirinn innan ESB ríkjanna er alltof stór enda eru þar sósíaldemókratar sem ráða að mestu för. Þeir sem standa sig vel í framleiðslu verðmæta fá þau verðlaun að fá enn hærri skatta (sbr. hugmyndir Hollande).
Evrópa hefur sömuleiðis dregið til sín ranga gerð af innflytjendum, múslimar eru mikið og vaxandi vandamál innan Evrópu eins og nýlegar hryðjuverkaárásir í Frakklandi sýna glöggt. Eftir 30 ár eða svo er því spáð að múslimar verði orðnir stærsti einstaki trúarhópurinn í Svíþjóð. Halda menn að þá verði ekki gagngerar breytingar á sænsku samfélagi? Hvernig ætli verði þá að vera sænsk kona?
Miðstýrt batterí eins ESB ætti auðvitað vekja minningar um annað miðstýrt batterí sem ekki virkaði: USSR.
Svo er lélegu menntakerfi að þakka að þorri kjósenda veit nákvæmlega ekkert um efnahagsmál. Slíkt skapar auðvitað mikil sæknarfæri fyrir tækifærissinna sem eru jafn illa að sér og þorri kjósenda og í skjóli þess komast þeir á þing og leggja til alls kyns dellu sem vonlaust væri fyrir þá að bera á borð ef kjósendur væru sæmilega vel að sér.
Hvers vegna halda menn að dollarinn hafi skyrkst svona undanfarið? Er það vegna þess að menn hafa mikla trú á evrunni og ESB?
Það er afskaplega auðvelt að salla niður allan málflutning ESB sinna og ég bara skil ekki af hverju það er ekki gert.
Helgi (IP-tala skráð) 15.3.2015 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.