Stjórnarandstaðan sökuð um VALDARÁN af ráðherra

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Íslands hefur sakað leiðtoga stjórnarandstöðunnar á Alþingi um valdarán. Sakarefnið er að stjórnarandstöðuleiðtogarnir skyldu skrifa bréf til forystu Evrópusambandsins. Gunnar Bragi sagði þetta í viðtali við Stöð 2 í kvöld:

Ef að þetta er ekki valdarán, að minnihluti þingsins skuli senda Evrópusambandinu bréf og, við skulum orða það,  rangtúlka eða gera lítið úr þeim heimildum hreinlega sem lýðræðislega kjörinn meirihluti hefur, það er að mínu viti mjög undarlegt ...

Ríkisstjórn Íslands undirbýr nú lagafrumvarp sem takmarkar rétt stjórnmálamanna til að skrifa bréf til að koma í veg fyrir svona glæpi og verður tekið harkalega á lögbrotum sem þessum í framtíðinni. Þeir sem undirrituðu bréf stjórnarandstöðunnar til Evrópusambandsins megi búast við ákæru. Ráðherrann mun að sjálfsögðu fylgja eftir afdráttarlausum ásökunum sínum um jafn grafalvarlegt brot.

gbs

Utanríkisráðherra Íslands, Gunnar Bragi Sveinsson, hefur ásakað stjórnarandstöðuleiðtoga um valdarán.


mbl.is „Ferlinu er lokið af okkar hálfu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugsanalestur ráðherra kemur að gagni

Það er augljóst mál að það þarf ekki að leggja fram tillögur á ALþingi og greiða um þær atkvæði þegar VITAÐ ER hver niðurstaðan verður. Forsætisráðherra Íslands býr yfir þeirri einstöku náðargáfu að geta skyggnst inn í hugarfylgsni sérhvers þingmanns. Hann VEIT hvað þeir hugsa, hann veit hvað þeir vilja.

"Naum­ur og þvingaður meiri­hluti síðasta þings studdi um­sókn um aðild en það ger­ir nú­ver­andi þing ekki."

segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í viðtali við Morgunblaðið. 

Af hverju þarf hann að spyrja Alþingi að því sem hann þegar veit?

Ríkisstjórnin vinnur að því að fækka málum sem fara fyrir Alþingi og takmarka umræður á Alþingi, enda er það stefna ríkisstjórnarinnar að það þarf ekki ræða endalaust um mál þegar ríkisstjórnin veit hvað þingið vill.

 simmi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að stunda hugsanalestur


mbl.is Besta hugsanlega niðurstaðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingsályktunartillögur falla úr gildi, segir Sigmundur

Forsætisráðherra Íslands tekur undir skilning utanríkisráðherra á gildi þingsályktunartillagna og segir að þær falli úr gildi um leið og kosið er aftur til Alþingis. 

Verkbeiðni síðasta þings til síðustu ríkisstjórnar hefur augljóslega ekkert gildi fyrir nýja ríkisstjórn“ segir Kjarninn að haft sé eftir Forsætisráðherra í Morgunblaðinu.

Þetta er nýstárlegur skilningur á stjórnskipunarrétti og þýðir í raun að alls konar ákvarðanir Alþingis um stór sem smá mál teknar fyrir núverandi kjörtímabil hafa ekkert lagalegt gildi. Það er jafnframt nýstárlegt að kalla þingsályktunartillögu verkbeiðni.


Bloggfærslur 14. mars 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband