Þingsályktunartillögur falla úr gildi, segir Sigmundur

Forsætisráðherra Íslands tekur undir skilning utanríkisráðherra á gildi þingsályktunartillagna og segir að þær falli úr gildi um leið og kosið er aftur til Alþingis. 

Verkbeiðni síðasta þings til síðustu ríkisstjórnar hefur augljóslega ekkert gildi fyrir nýja ríkisstjórn“ segir Kjarninn að haft sé eftir Forsætisráðherra í Morgunblaðinu.

Þetta er nýstárlegur skilningur á stjórnskipunarrétti og þýðir í raun að alls konar ákvarðanir Alþingis um stór sem smá mál teknar fyrir núverandi kjörtímabil hafa ekkert lagalegt gildi. Það er jafnframt nýstárlegt að kalla þingsályktunartillögu verkbeiðni.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei þú skilur ekki.

Það er löngu búið að fara eftir þingsályktunartillögunni.

Það gerði Össur þegar hann sótti um aðild (án þess að spyrja þjóðina).

Þegar farið hefur verið eftir ályktun, er ekki hægt að halda öðru fram.

Það stóð hvergi í ályktuninni að ganga ætti í ESB. Þar stóð ekki heldur að halda ætti þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr en viðræðum loknum. Nú hefur ESB hinsvegar slitið viðræðum svo þeim mun ekki verða lokið. Þess vegna er engin kvöð að halda þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt umræddri ályktun.

Sem fyrr reyna aðildarsinnar hinsvegar að halda fram útúrsnúningi og beinlínis röngum staðreyndum um menn og málefni. Það er þeirra stíll.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.3.2015 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband