Hugsanalestur ráðherra kemur að gagni

Það er augljóst mál að það þarf ekki að leggja fram tillögur á ALþingi og greiða um þær atkvæði þegar VITAÐ ER hver niðurstaðan verður. Forsætisráðherra Íslands býr yfir þeirri einstöku náðargáfu að geta skyggnst inn í hugarfylgsni sérhvers þingmanns. Hann VEIT hvað þeir hugsa, hann veit hvað þeir vilja.

"Naum­ur og þvingaður meiri­hluti síðasta þings studdi um­sókn um aðild en það ger­ir nú­ver­andi þing ekki."

segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í viðtali við Morgunblaðið. 

Af hverju þarf hann að spyrja Alþingi að því sem hann þegar veit?

Ríkisstjórnin vinnur að því að fækka málum sem fara fyrir Alþingi og takmarka umræður á Alþingi, enda er það stefna ríkisstjórnarinnar að það þarf ekki ræða endalaust um mál þegar ríkisstjórnin veit hvað þingið vill.

 simmi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að stunda hugsanalestur


mbl.is Besta hugsanlega niðurstaðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ert þú nú farinn að tala sem Rödd sannleikans, Einar Karl Friðriksson? En hvaða kvörtunartónn er þetta í þér, eruð þið ekki allir að clebrera um helgina, Esb-Samfylkingar-stóðið, yfir því hve ráðherrarnir fóru héralega í málið og illa að ráði sínu og hafa þetta upp úr því: klúður, háð og hneisu. Það mætti halda að þeir hafi verið að þjóna ykkur í Samfylkingunni og Evrópusambandinu að gera þetta með þessum hætti.

Svei þeim stjórnmálamönnum sem geta ekki verið einarðir í vörn landsréttinda!

Jón Valur Jensson, 14.3.2015 kl. 21:40

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

CELEBRERA!

Jón Valur Jensson, 14.3.2015 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband